Frá hugmynd til framkvæmdar

Ytra mat á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins

Undirbúningur við Sigurhæðaverkefnið hófst haustið 2020 og Sigurhæðir opnuðu í lok mars 2021. Skýrsla fjallar um helstu niðurstöður ytra mats á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins, helstu styrkleika og veikleika þess, tækifæri til umbóta og reynsluna af starfseminni fyrsta heila starfsárið. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum, bæði megindlegum og eigindlegum, um verkefnið almennt, samstarfið, starfsemina, þjónustuna og þjónustuþegahópinn. Nýrra gagna var meðal annars aflað með viðtölum, samráðshópum, og viðhorfskönnunum. Dr. Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands er ábyrgðarmaður ytra matsins. Kristín A. Hjálmarsdóttir, sjálfstætt starfandi fræðimaður, sá um framkvæmd úttektarinnar fyrir hennar hönd.

Previous
Previous

Ráðstefna 2023

Next
Next

Málþing 2022