
Samstarfsaðilar
Félagsþjónusta sveitarfélaga
Öll sveitarfélög á Suðurlandi eru samstarfsaðilar SIGURHÆÐA. Í verkefnisstjórn sitja fulltrúar félagsþjónustu sveitarfélaganna. Samstarf við félagsþjónusturnar felst í því að þær geta bent konum sem leita til félagsþjónustunnar á SIGURHÆÐIR ef ástæða þykir til. Sömuleiðis geta SIGURHÆÐIR leitað til félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags fyrir hönd skjólstæðings ef aðstoðar hennar er þörf og þess er óskað.