Stuðningsviðtal
Í viðtölunum er beitt tilfinningalegri nálgun út frá tengslum, trausti, tíma og tilverurétti þar sem lögð er áhersla á að mæta innri og ytri stöðu hverrar konu. Henni er gefið færi á að vinna með afleiðingar ofbeldisins sem hún er að takast á við, með því að fá staðfestingu, innsýn, leiðréttingu og samkennd.
Í sameiningu er fundin rétt leið til uppbyggingar.
Hópastarf
Hópastarfi Sigurhæða er skipt upp í þrjár meðferðarlotur. Hver lota er 10 vikur í senn þar sem hópurinn hittist vikulega í einn og hálfan tíma hvert skipti. Hópurinn er lokaður og samanstendur af 7-9 konum sem skuldbinda sig eina lotu í senn. Fyrsta lota ber yfirskriftina VAL, önnur SÁTT og sú þriðja SÝN.
Lögfræðiráðgjöf
Lögfræðingar Kvennaráðgjafarinnar veita upplýsingar og ráðgjöf í húsnæði Sigurhæða um lagaleg álitaefni sem geta blandast inn í eða haft áhrif á málefni skjólstæðinga.
Sálfræðiþjónusta
Skjólstæðingum Sigurhæða er vísað í áfallameðferð að undangengnu hópastarfi ef þörf er talin á.
Túlkun og réttindafræðsla
Skjólstæðingar af erlendum uppruna fá túlkun sé þess þörf og fræðslu um réttindi þeirra í íslensku samfélagi.