Túlkun og réttindafræðsla

Skjólstæðingar af erlendum uppruna fá túlkun sé þess þörf og fræðslu um réttindi þeirra í íslensku samfélagi.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) er samstarfsaðili Sigurhæða. Í samstarfinu felst lögfræðiráðgjöf fyrir brotaþola af erlendum uppruna og verður túlkun veitt án endurgjalds ef þarf. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari að mestu í gegnum fjarfundabúnað eða síma en einnig að ráðgjöf verði veitt á staðnum. Eitt mikilvægasta framlag MRSÍ verður að sinna réttindafræðslu fyrir brotaþola af erlenum uppruna.

Previous
Previous

Sálfræðiþjónusta