Hópastarf

Hópastarfi Sigurhæða er skipt upp í þrjár meðferðarlotur. Hver lota er 10 vikur í senn þar sem hópurinn hittist vikulega í einn og hálfan tíma hvert skipti. Hópurinn er lokaður og samanstendur af 7-9 konum sem skuldbinda sig eina lotu í senn. Fyrsta lota ber yfirskriftina VAL, önnur SÁTT og sú þriðja SÝN.

 

VAL

Vinna að lífsgæðum

Skjólstæðingar vinna með stöðu sína sem þolendur ofbeldis í gegnum fræðslu, verkefni og munnlega og skapandi tjáningu.

Markmið

  • Innsýn í stöðu sína og annarra kvenna í svipuðum aðstæðum.

  • Aukin almenn og sértæk þekking á afleiðingum ofbeldis.

  • Frekari færni í að þiggja og veita stuðning.

  • Meiri skilningur á eigin líðan og hegðun.

  • Aukin geta til frekari úrvinnslu.

 

SÁTT

Stefnt í átt að Sigurhæðum

Skjólstæðingar halda áfram vinna með stöðu sína í sama hópi í gegnum verkefni, fræðslu og munnlega og skapandi tjáningu.

Markmið

  • Þjálfun í að svara á þarfir sínar og þrár.

  • Efla getu til að taka ábyrgð á líðan sinni og samskiptum.

  • Dýpka tilfinningatengsl í samböndum.

  • Skýrari sýn á sjálfið.

 

SÝN

Horft til framtíðar út frá nýrri sýn

Skjólstæðingar leggja drög að framtíð sinni útfrá persónulegri stöðu í tengslum við vonir, væntingar og gamla og nýja drauma. Hópurinn tekur þátt í að móta innri og ytri ramma hópastarfsins með það að leiðarljósi að viðhalda og dýpka þann skilning og færni sem áunnist hefur.

Markmið

  • Þjálfun í að tengjast löngunum og tjá þær.

  • Setja markmið útfrá heilbrigðri líðan, samskiptum og tengslum.

  • Tengjast eigin styrk og getu til að takast á við áskoranir.

  • Auka skilning á eigin þroska útfrá fyrri reynslum.

  • Tengjast nánar eigin ágæti og hæfileikum.

  • Skerpa sýnina á eigin tilgang og framlag.

  • Efla innri sátt og hugarró.

Previous
Previous

Forviðtal

Next
Next

Lögfræðiráðgjöf