Svar við bréfi ráðherra

Ráðstefnan Ný sókn gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi var haldin á Hótel Natura í Reykjavík dagana 25.–26. maí 2023. Hún var haldin að frumkvæði Sigurhæða, þjónustu- miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Suðurlandi, í samstarfi við þolendamiðstöðina Bjarkarhlíð, dómsmálaráðuneytið, félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, heilbrigðis- ráðuneytið, Jafnréttisstofu, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu, Námsbraut í kynjafræðum við Háskóla Íslands, Ríkislögreglustjóra og Soroptimistaklúbb Suðurlands, eiganda Sigurhæðaverkefnisins. Á henni var einnig framlag frá European Family Justice Center Alliance (EFJCA), regnhlífarsamtökum evrópskra þolendamiðstöðva sem starfa samkvæmt svokölluðu FJC líkani.

Markmið ráðstefnunnar var að gefa yfirlit yfir stöðu þekkingar, vinnu stjórnvalda við greiningu á málaflokknum, þjónustu við þolendur á Íslandi og áskoranir og tækifæri til aðgerða. Á henni var fjallað um 1) þolendamiðstöðvar sem nálgun við þjónustu í þágu þolenda, 2) þjónustu við þolendur og framtíðarskipulag, 3) afleiðingar áfalla og áfallamiðaða þjónustu, 4) birtingarmyndir ofbeldis og líkur á morði og 5) svæðisbundið þverfaglegt samstarf og framkvæmd þess.

Skráðir þátttakendur voru um 170 og komu m.a. frá ráðuneytum, sveitarfélögum, lögreglu, sýslumannsembættum, íslenskum þolendamiðstöðvum, frjálsum félagasamtökum, háskólum og fleirum.

Next
Next

Ráðstefna 2023